top of page

Sigurrós bólstrari er bólsturverkstæði Sigurrósar Maríu Sigurbjörnsdóttur. Hún útskrifaðist sem bólstrari árið 2017.

Eftir tveggja ára nám í húsgagnasmíði í Tækniskólanum var hún í læri hjá Lofti Þór Péturssyni bólstrarameistara í tvö ár. Til að byrja með var Sigurrós bólstrari með aðstöðu á verkstæði Lofts, Bólsturverki.

​Nú hefur Sigurrós bólstrari opnað sitt eigið verkstæði að Vesturgötu 55.

IMG_5778.png

Viltu láta bólstra fyrir þig?

Áttu stól eða sófa sem þarf á bólstrun að halda?

Þá er fyrsta skrefið að senda mér tölvupóst með mynd af gripnum og ég get gefið þér verðhugmynd. Því næst finnum við tíma fyrir verkið, búast má við nokkurra mánaða bið. Þegar nær dregur getur þú svo komið og skoðað áklæði á verkstæðinu mínu. 

Áklæði

Sigurrós bólstrari flytur inn dásamleg áklæði frá finnska fyrirtækinu Johanna Gullichsen, sem hefur frá árinu 1989 lagt áherslu á heiðarlega hönnun og nútímalega túlkun á skandinavískum textílhefðum.

Einnig eru í boði áklæði frá Kjellerup Væveri, Gudbrands-dalens Uldvarefabrik, Annala, Bute Fabrics og Camira Fabrics.

JohannaGullichsenLogo.png
kv.png
GU_black.png
bottom of page